Leturstærð: 

Vefumsjón

Nepal vefumsjón er miðlægur hugbúnaður sem gerir notanda sínum kleift að halda utan, byggja upp og ritstýra vefum sínum.

 

Útgáfa 3.0 býður upp á óteljandi möguleika sem ekki hefur áður verið boðið uppá, s.s. innbyggt myndvinnsluforrit, umsjónarkerfi netfanga og fjölinnflutning skráa.

 

Þrátt fyrir gríðarlega möguleika kerfisins er mjög auðvelt að ná góðum tökum á því. Allt umhverfi er auðskilið þeim sem nota Windows stýrikerfi og því er lágmarks tölvukunnátta allt sem þarf til að hefjast handa.

 

Nepal vefumsjón 3.0 er í gluggaumhverfi sem gerir notendum þess kleift að vinna í mörgum hlutum þess í einu. Sem dæmi er auðvelt er að hafa margar vefsíður opnar samtímis og jafnvel er hægt að flytja inn skrár og myndir á meðan unnið er í öðrum hluta kerfisins á meðan.

 

Aðgangsstýringar Nepal vefumsjónar eru mjög öflugar. Þeir notendur sem til þess hafa leyfi geta stofnað ótakmarkaðan fjölda annarra notenda og stjórnað aðgangi þeirra að hverri skrá og möppu. Einnig er hægt að stjórna aðgangi hvers notanda að ýmsum hlutum kerfisins, s.s. innflutningi skráa, breytingum á veftré og breytingum á stílsniðum vefsins svo dæmi séu tekin. Einnig er hægt að takmarka aðgang einstakra notenda að þeim hlutum veftrésins sem þeim er ætlað að hafa umsjón með.

 

Hægt er að læsa einstökum vefsíðum út á við, eða vefnum í held sinni þannig að lesendur hans þurfi að gefa upp notandanafn og lykilorð til að nálgast viðkomandi efni. Skráning lesenda á sér stað innan kerfisins 

 

Kerfið er tengt miðlægum MS SQL 2000 gagnagrunni sem heldur utan um öll gögn þeirra vefja sem í því eru smíðaðir.

 Internettengingar
 Síun á ruslpósti
 Hýsingar
 Leita að léni
 Sækja um lén
 Verðskrá
 iPhone - tölvupóstur
 Android - tölvupóstur
 Stillingar fyrir Internet Explorer 11
Nepal hugbúnaður ehf.
Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes
Sími 430 2200
Póstur nepal@nepal.is
Finna laus lén
Að sækja um lén
Óska eftir tilboði
Aðstoð við þarfagreiningu